Wednesday, January 9, 2008

„Hæfniskröfur“ sem gerðar eru til manna sem ráðnir eru í opinberar stöður

Uppfylla þarf einhver af eftirtöldum skilyrðum:

  • Vera flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum
  • Vera flokksbundinn í Samfylkingunni
  • Vera sonur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra
  • Vera vinur eða skyldmenni Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra
  • Hafa verið aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar, vinar Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra
  • Hafa gegnt veigamiklum nefndarstörfum varamanns í nefndum fyrir Sjálfstæðisflokkinn
  • Sitja í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar
  • Hafa víðtæka reynslu af félagstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar eða Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi eða Kvennalista (flokkanna sem mynduðu Samfylkinguna)
  • Vera vinur Össurar Skarphéðinssonar, núverandi iðnaðarráðherra og þess sem réði nýjan Orkumálastjóra
  • Vera vinur aðstoðarmanns Össurar Skarphéðinssonar, núverandi iðnaðarráðherra og þess sem réði nýjan Orkumálastjóra
  • Vera gamall vopnabróðir úr Alþýðubandalaginu
  • Vera fyrrverandi formaður Alþýðubandalags Reykjavíkur, samtíða Össuri Skarphéðinssyni, núverandi iðnaðarráðherra og þeim hinum sama sem réði nýjan Orkumálastjóra, í þeim mæta félagsskap
  • Vera fyrrverandi stjórnarmaður í útgáfufélagi Þjóðviljans, á sama tíma og Össur Skarphéðinsson, núverandi iðnaðarráðherra og sá sem réði nýjan Orkumálastjóra, var ritstjóri blaðsins
  • Vera fyrrverandi oddviti Röskvu, í hópi með lítt pólitíska fólkinu Þórunni Sveinbjarnardóttur núverandi umhverfisráðherra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur alþingismanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra og Skúla Helgasyni framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar
  • Vera fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og talsmaður Samfylkingarinnar, með kjörmenntun í starf forstöðumanns Litla Hrauns
  • Mæta ýmsum hæfniskröfum sem gerðar eru eftirá af ráðherrum Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks og sem ekki er krafist í opinberum auglýsingum um viðkomandi starf

Tuesday, January 8, 2008

Faglegasti ráðherra ríkisstjórnarinnar?

Grímseyjarferja, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, ráðning héraðsdómara, upptaka evru hjá Kaupþingi. Hvað næst? Hæfni, ákvarðanir og málefnaleg afstaða fjármálaráðherra í hverju málinu á fætur öðru slá nánast allt annað út.

Össur reynir að skyggja á nýjustu ráðningamál setts dómsmálaráðherra og tekst reyndar bærilega að draga úr þeim skaða sem fjármálaráðherra er að valda sjálfum sér.

Formaður Samfylkingarinnar og annar oddviti ríkisstjórnarinnar hleypur úr landi meðan úrslitavika er í kjarasamningsviðræðum. Helsti málsvari lítilmagnans í flokknum, heilög Jóhanna, þegir þunnu hljóði. Þögn hennar er skerandi. Hvað skyldi verkalýðsarmur Samfylkingarinnar segja við því?

Á meðan veröldin snýst sinnir forsætisráðherra innri íhugun, eða hvað svo sem hann er að gera.