Í umræðum um þingsköp á Alþingi í síðustu viku lét Helgi Hjörvar, einn af uppáhaldsþingmönnum mínum á meðal Samfylkingarfólks, þau orð falla að „sá sem ekki getur sagt skoðun sína á máli á 15 mínútum á að vera á endurmenntunarnámskeiði en ekki Alþingi Íslendinga“.
Nú er margt til í þessum orðum hins háttvirta þingmanns en fróðlegt er að skoða hans eigin þingflokk og sjá hverjir þurfa að fara á námskeið hjá endurmenntun. Tekið skal fram að aðeins fór fram handahófskennd leit á vef Alþingis og ljóst af þeim stutta tíma sem hún tók að vafalítið væri hægt að finna fjölmörg dæmi til viðbótar af mörgum ræðum þingmanna Samfylkingarinnar sem oft hafa farið mikinn og dvalið lengi í ræðustól Alþingis, a.m.k. á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu. Einn þeirra þurfti meira að segja að gera hlé á máli sínu til að skreppa á salernið!
Hér að neðan má finna yfirlit yfir núverandi þingmenn Samfylkingarinnar og fáein dæmi um ræður þeirra sem hafa tekið lengri tíma en 15 mínútur í flutningi:
Helgi Hjörvar - sjá t.d. ræðu hans hér og hér.
Ágúst Ólafur Ágústsson - sjá t.d. ræðu hans hér.
Árni Páll Árnason - Virðist vera eini þingmaður Samfylkingarinnar sem nú er á þingi sem hefur hvergi í samfelldri ræðu talað lengur en í 15 mínútur, enda settist þingmaðurinn ungi aðeins inn á Alþingi sl. vor.
Ásta R. Jóhannesdóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér og hér.
Björgvin G. Sigurðsson - sjá t.d. ræðu hans hér.
Einar Már Sigurðarson - sjá t.d. ræðu hans hér og hér.
Ellert B. Schram - sjá t.d. ræðu hans hér.
Guðbjartur Hannesson - sjá t.d. ræðu hans hér. Umræðuferillinn er hér.
Gunnar Svavarsson - sjá t.d. ræðu hans hér.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér og hér.
Jóhanna Sigurðardóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér.
Karl V. Matthíasson - sjá t.d. ræðu hans hér. Framhaldið er hér.
Katrín Júlíusdóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér og hér og hér.
Kristján L. Möller - sjá t.d. ræðu hans hér.
Lúðvík Bergvinsson - sjá t.d. ræðu hans hér og hér.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér. Umræðuferillinn er hér.
Þórunn Sveinbjarnardóttir - sjá t.d. ræðu hennar hér.
Össur Skarphéðinsson - sjá t.d. ræðu hans hér og hér.
Af þessu má sjá að 17 af 18 þingmönnum Samfylkingarinnar þurfa klárlega að skrá sig á námskeið hjá endurmenntun ef marka má orð Helga Hjörvars. Skyldi ekki vera hægt að fá hópafslátt?
Monday, December 3, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment